Davíð Þór Jónsson 27.06.1978-

<p>Davíð Þór er fæddur á Seyðisfirði 1978. Hann hefur frá unga aldri leikið með allflestum þekktari tónlistarmönnum landsins og spilað á tónlistarhátíðum um heim allan. Davíð Þór stundaði nám í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist vorið 2001. Árið eftir gaf hann út sína fyrstu sólóplötu, Rask. Auk þess að vera afkastamikill sem hljóðfæraleikari á margvísleg hljóðfæri, píanóleikari, tónskáld, útsetjari og upptökumaður fyrir fjölda tónlistamanna á borð við Mugison, FLÍS, Megas, Skúla Sverrisson, Tómas R . Einarsson, Samúel J . Samúelsson, Jóel Pálsson og ADHD hefur Davíð Þór unnið náið með sviðslistarfólki og myndlistarmönnum sem tónlistarmaður og performer. Mætti þar helst nefna Ragnar Kjartansson, en saman sköpuðu þeir tónlistar- og myndbandsverkin „The End“ (framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum 2009) og „Guð“, en Davíð samdi og útsetti tónlistina og flutti, ásamt Ragnari. Davíð stjórnaði hljómsveit og söngvurum í verkinu „BLiSS“ eftir Ragnar, þar sem fluttur var 3 mínútna bútur úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart í 12 klst. samfleytt á PERFORMA listahátíðinni í New York í nóvember 2011. Verkið vann McLaren verðlaunin sem besta verk hátíðarinnar. Davíð hefur gert tónlist og hljóðmyndir fyrir fjölda leiksýninga, Tengdó, Hrærivélina, söngleikinn Leg sem hlaut Grímuverðlaunin fyrir bestu tónlist árið 2007, Baðstofuna, Héra Hérason, Manntafl. Davíð hefur einnig tónsett útvarpsleikrit og sjónvarpsverk af ýmsu tagi. Hann samdi tónlist fyrir dansverkin Where do we go from this, Confessions of an amnesiac og Wonderland sem öll hafa verið sýnd á fjölum Borgarleikhússins. Davíð hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarflytjandi ársins 2009.</p> <p align="right">Textinn er af vef Borgarleikhússins 2013.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
ADHD Hljómborðsleikari 2008
Hjálmar Hljómborðsleikari
Memfismafían Hljómborðsleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hljóðfæraleikari og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.06.2016