Sigurður Skagfjörð Steingrímsson 20.08.1954-

Sigurður stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og var þar m.a. undir handleiðslu kennaranna Más Magnússonar, Kristins Sigmundssonar, Guðmundar Jónssonar og Katrínar Sigurðardóttur. Sigurður hefur haldið tónleika hér á landi og erlendis, sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Íslensku óperunni. Þar hefur han sungið Raimondo í Luciu di Lammermoor, Gremin í Évgení Ónegin, Douphol barón í La traviata, Bonze í Madama Butterfly og Frank fangelsisstjóra í Leðurblökunni. Með Sinfóníuhljómsveitinni söng Sigurður Lodovico í Otello og hlutverk Jesú í Jóhannesarpassíunni sviðsettri í Langholtskirkju. Árin 1997 og 1998 stundaði Sigurður söngnám hjá Helene Karusso í Vínarborg. Sigurði hefur verið boðið að syngja hlutverk Collatinusar í óperu Britten, The Rape of Lucretia, sem frumsýnd verður í byrjun febrúar árið 2000 í Íslensku óperunni.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómkórinn Söngvari 1993

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkennari og söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð

Margrét Óðinsdóttir uppfærði 21.08.2015