Eiríkur Þórðarson 1714 um-20.06.1750

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1734. Steinn J´nsson biskup vígði hann að Nesi 2. september 1736 og hélt staðinn til dauðadags og hýsti vel staðinn og kirkjuna enda farnaðist honum þar vel. Harboe lét ekki mikið af þekkingu hans en taldi hann ástundunarsaman og prédika sæmilega. Hann var hrauustmenni, sundmaður ágætur sem þeir bræður hans, dugnaðarmaður hinn mesti en drukknaði í Laxá.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 426.

Staðir

Neskirkja Prestur 02.09.1736-1750

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 19.10.2017