Páll Matthiesen Jónsson 15.04.1811-09.02.1880

<p>Stúdent úr heimaskóla 1831 með lélegum vitnisburði. Vígður aðstoðarprestur föður síns í Arnarbæli 27. ágúst 1837. Fór utan 1839 og nam í "Præsteseminarium" og kom heim 1841. Fékk Skarðsþing 1846, Hjarðarholt 14. desember 1854. Hann fékk Stokkseyri vorið 1866 og loks fékk hann Arnarbæli 1873 en fékk lausn frá embætti 1878. Hann var tápmaður hinn mesti og röggsamur í búskap og embætti. Alls staðar þar sem hann var byggði hann hús og stjórnaði öllum þáttum verksins sjálfur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 131. </p> <p>Í prestatali Sveins Níelssonar er skráð að Páll hafi fengið Kaldaðarnes en ekki Stokkseyri 1866.</p> <p align="right">Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson. Bls. 52. </p>

Staðir

Arnarbæliskirkja Aukaprestur 27.08.1837-1839
Skarðskirkja Prestur 1846-1854
Hjarðarholtskirkja Prestur 1854-1866
Stokkseyrarkirkja Prestur 1866-1873
Arnarbæliskirkja Prestur 1873-1878

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.02.2014