Sigurður Arnórsson 02.03.1798-10.03.1866

Prestur. Stúdent 1826 frá Bessastaðaskóla.Vígðist 1. apríl 1838 aðstoðarprestur á Völlum i Svarfaðardal, varð embættislaus 1844 til 1848 er hann varð aðstoðarprestur á Mælifelli. Fékk það prestakall 12, maí 1851 og hélt til æviloka. Hann var gáfumaður og skáldmæltur og söngmaður ágætur en nokkuð slarkfenginn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 209.

Ath. Hrappstaðir voru á tveimur stöðum í Eyjafirði á þessum tíma. Þeir þekktari voru í Svarfaðardal, um kílómetra sunnan Dalvíkur en hinn bærinn stóð innst í Kræklingahlíð norðan Akureyrar. GVS veit ekki um hvorn staðinn er að ræða en hallast að Kræklingahlíðinni þvi bæir í Svarfaðardal voru yfirleitt kenndir við dalinn.

Staðir

Vallakirkja Aukaprestur 01.04.1838-1844
Mælifellskirkja Aukaprestur 1848-1851
Mælifellskirkja Prestur 12.03.1851-1866

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.03.2019