Þórir Stephensen 01.08.1931-

<p>Prestur. Stúdent frá MR 1951. Cand. theol. frá HÍ 30. janúar 1954. Framhaldsnám í kennimannlegri guðfræði í Pullach í Bayern 1964-65. Endurmenntunarnámskeið í trúfræði við HÍ 1965. Námskeið um æskulýðsmál í Carberry Tower í Skotlandi 1971. Nám í skjalavörslu og skjalasöfnun við HÍ 1990. Viðbótarnám í kirkjusögu við HÍ 1990-92 og lauk M.A. prófi þaðan 22. júní 2002. Settur sóknarprestur í Staðarhólsþingum 19. júní 1954 frá 1. sama mánaðar og var vígður 21. sama mánaðar. Veitt Sauðárkróksprestakall 15. mars 1960. Lausn frá embætti 23. júlí 1971 frá 1. október sama ár. Ráðinn aðstoðarprestur við Dómkirkjuna frá 1. október 1971 og var jafnframt settur til að gegna hálfu embætti dómkirkjuprests frá sama tíma til 1. apríl 1973. Skipaður sóknarprestur í Dómkirkjuprerstakalli 29. mars 1973 frá 1. apríl sama ár. Leyfi frá störfum 15. júní 1988 - jafnlengdar 1989 er hann fékk lausn frá embætti.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 925-26 </p>

Staðir

Skarðskirkja Prestur 19.01. 1954-1960
Sauðárkrókskirkja Prestur 15.03. 1960-1971
Dómkirkjan Prestur 01.10. 1971-1989
Garpsdalskirkja Prestur 19.01.1954-1960
Dagverðarneskirkja Prestur 19.01. 1954 -1960
Staðarhólskirkja Prestur 19.01. 1954-1960

Prestur og staðarhaldari
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.01.2019