Pétur Hjaltested 11.04.1956-

<p>Pétur byrjaði að læra á píanó 9 ára gamall. Eftir það, 15 ára gamall, hóf hann nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar þar sem hann nam orgelleik og kórstjórn. Aðeins 16 ára gamall var hann orðinn organisti í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hann nam einnig við Verslunarskóla Íslands og eftir verslunarskólapróf hóf hann nám í Tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Hann fór svo í framhaldsnám í tónsmíðum við sama skóla. <p>Pétur hefur starfað sem tónlistarmaður og upptökustjóri allan sinn feril og spilað í mörgum vinsælustu hljómsveitum landsins. Þar á meðal eru hljómsveitirnar Paradís, Eik, Póker, Friðryk, Íslens kjötsúpa, Mannakorn, Brimkló og hljómsveitum Gunnars Þórðarsonar, Björgvins Halldórssonar, Magnúsar Kjartanssonar, Guðmundar Ingólfssonar og fleirum.</p> <p>Pétur hefur misst tölu á þeim hljómplötum sem hann hefur unnið að en þær telja í hundruðum. Meðal annars eru Minningar, 'Oskalög sjómanna, Barnaborg, Barnabros, Söngvaborg 1,2,3,4 og 5 og Ávaxtakarfan. Hann hefur unnið með flestum helstu tónlistarmönnum landsins t.d. Siggu Beinteins, Björgvini Halldórs og Þorvaldi Bjarna.</p> <p>Pétur hefur unnið tónlist í mörgum kvikmyndum þar á meðal Hrafninn flýgur, Í skugga hrafnsins, Atómstöðin, Í faðmi hafsins og fleiri. Einnig hefur hann unnið við margar sjónvarpsmyndir og þætti eins og Spaugstofuna og Áramótaskaup sjónvarpsins. Leikhússýningar sem Pétur hefur unnið að eru til dæmis Öskubuska, Litla Hryllingsbúðin, Prinsessan á bauninni, Laddi á Sögu og Ávaxtakarfan.</p> <p>Pétur hefur séð um hljóðupptökur á eldri nemendum skólans en mun nú einnig taka við píanókennslunni hjá okkur. Við bjóðum Pétur velkominn og hlökkum til samstarfsins.</p> <p align="right">Texti af vefsíðu Söngskóla Maríu Bjarkar (24. nóvember 2015)</p>

Staðir

Melaskóli Nemandi -
Hagaskóli Nemandi -
Verzlunarskóli Íslands Nemandi -
Tónskóli Þjóðkirkjunnar Tónlistarnemandi 1971-
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Fríkirkjan í Hafnarfirði Organisti 1972-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Eik Hljómborðsleikari 1977 1978
Eik Hljómborðsleikari 2000 2000
Paradís Hljómborðsleikari 1975 1976

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Nemandi , organisti , tónlistarnemandi og tónmenntakennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.11.2015