Ingunn Bjarnadóttir 21.03.1905-30.04.1972

Ingunn var sérloga mikilhæf kona, miklum gáfum búin, tilfinningarík og skapheit. Stórir bókaskápar og fjölbreytt blómskrúð mætti auga þess sem kom inn til hennar. Hún var sérstaldega bókelsk, og þrátt fyrir fátækleg kjör alla tíð höfðu þau Hróðmar komið sér upp mjög fullkomnu heimilisbókasafni, og Ingunn neytti allrar orku, eftir að hún varð ekkja, til þess að það safn mætti endunýja sig í rás áranna. Því safni unni hún hugástum og kunni mikil skil á þeim fræðum, sem þar var að leita, og þeirri list, sem þar var að njóta. Hæfileikar voru miklir og þráin djúp til aðnjóta fegurðar, hvort heldur var á sviði skáldskapar í sögum og ljóðum, lita eða hljóma...

... Í lagasmíðinni hlaut sköpunarþrá hennar þá útrás, að nafn þessarar fátæku og lífsreyndu konu er þekkt um allt land meðal þeirra, sem tónlist unna og njóta. Hvenær það starf hennar hefst, veit sjálfsagt enginn, og vafamál, að sjálf hafi hún gert sér þess grein, hvenær hún fyrst raular fyrir munni sér stef, sem þess var vert að varðveitast. Það er Hróðmar maður hennar, sem fyrst tekur sig fram um að festa á pappír laglínurnar, sem hún sönglar við sjálfa sig, störfin sín og börnin í önn dagsins. Hann kynnti þessi lög hennar framámönnum söngmennta í landinu, sem duldist ekki, að hér var um að ræða framlag, sem var nokkurs virði. Hallgrímur Helgason tónskáld átti mestan og beztan hlut að því að koma lögum hennar á framfæri, hann raddsetti mörg þeirra, og í raddsetningu hans hafa þau einkum komizt á framfæri, bæði í kórum og einsöng, og hafa notið mikilla vinsælda og borið nafn höfundar síns vítt um land og víðar vakið athygli sem fulitrúi hins íslenzka þjóðlagatóns. Það er trúa mín, að login hennar eigi eftir að lifa lengi vegna sinna temgsla við grunntóninn í brjóstum íslenzku alþýðunnar.

Úr minningargrein í Þjóðviljanum 6. maí 1972, bls. 7

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

38 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
21.02.1968 SÁM 89/1821 EF Saga úr Suðursveit. Stúlka bjó á Hestgerði hjá systur sinni og hún var ófrísk. Pálmi var vinnumaður Ingunn Bjarnadóttir 7247
21.02.1968 SÁM 89/1821 EF Samtal um heimildarmann sjálfan og ævi hennar Ingunn Bjarnadóttir 7248
21.02.1968 SÁM 89/1821 EF Sagðar sögur Ingunn Bjarnadóttir 7249
21.02.1968 SÁM 89/1821 EF Völvuleiði og álfahvammur. Völvuleiði var í Einholti á hól einum og þegar það var gert upp þá taldi Ingunn Bjarnadóttir 7250
21.02.1968 SÁM 89/1821 EF Skógtekja inni í fjalli. Afi heimildarmanns fór þangað og sótti eldivið og allir hestarnir hans dráp Ingunn Bjarnadóttir 7251
21.02.1968 SÁM 89/1821 EF Álagablettur í Hömrum. þar var blettur sem að ekki mátti slá. Heimildarmaður veit ekki um álagablett Ingunn Bjarnadóttir 7252
21.02.1968 SÁM 89/1821 EF Saga af Jóni Brynjólfssyni. Hann kom eitt sinn mjög illa leikin heim. Hann bjó í Einholti ásamt konu Ingunn Bjarnadóttir 7253
21.02.1968 SÁM 89/1821 EF Móðir heimildarmanns sagði ævintýri Ingunn Bjarnadóttir 7254
21.02.1968 SÁM 89/1821 EF Í Seli á Mýrum bjó Sigurður. Hann þótti illur viðureignar. Í Svínafelli í Fljótum bjó ekkja sem að á Ingunn Bjarnadóttir 7255
21.02.1968 SÁM 89/1822 EF Spurt um sögur Ingunn Bjarnadóttir 7256
21.02.1968 SÁM 89/1822 EF Viðhorf til ljóða, skáldskapar og laga Ingunn Bjarnadóttir 7257
21.02.1968 SÁM 89/1822 EF Saga af Þorláki á Bakka og Sigurði. Eitt sinn kom Sigurður til Þorláks þar sem hann var veikur og fó Ingunn Bjarnadóttir 7258
21.02.1968 SÁM 89/1822 EF Saga af Sigurði. Hann gekk í öfugri buxnaskálminni til að vekja fólkið á bænum. Fólkið fór að hlægja Ingunn Bjarnadóttir 7259
21.02.1968 SÁM 89/1822 EF Helga átti að vera heima á meðan aðrir fóru til kirkju en eitthvað hafði alltaf komið fyrir þá sem a Ingunn Bjarnadóttir 7260
23.02.1968 SÁM 89/1825 EF Gerð heimildarmanns af sögunni af Búkollu borin saman við gerð Jónínu Benediktsdóttur Ingunn Bjarnadóttir 7303
23.02.1968 SÁM 89/1825 EF Guðný var heilsutæp og þegar hún var að eiga börnin var hún hjá Þorgrími lækni um nokkurn tíma. Seg Jónína Benediktsdóttir og Ingunn Bjarnadóttir 7312
1967 SÁM 92/3268 EF Forðum tíð einn brjótur brands Ingunn Bjarnadóttir 29962
1967 SÁM 92/3268 EF Ekkjukvæði: Utanlands í einum bý Ingunn Bjarnadóttir 29963
1967 SÁM 92/3268 EF Kenna vil ég þér, minn kæri son Ingunn Bjarnadóttir 29964
1967 SÁM 92/3269 EF Kenna vil ég þér minn kæri son Ingunn Bjarnadóttir 29965
1967 SÁM 92/3269 EF Einn guð í hæðinni Ingunn Bjarnadóttir 29966
1967 SÁM 92/3269 EF Einn guð í hæðinni Ingunn Bjarnadóttir 29967
1967 SÁM 92/3269 EF Hér komst ekki gleðin á Ingunn Bjarnadóttir 29968
1967 SÁM 92/3269 EF Úti á miðjum sjó Ingunn Bjarnadóttir 29969
1967 SÁM 92/3269 EF Gakktu hægt Ingunn Bjarnadóttir 29970
1967 SÁM 92/3269 EF Heyrði ég í hamrinum, huldan gígju sló Ingunn Bjarnadóttir 29971
1967 SÁM 92/3269 EF Sextán komu svanir Ingunn Bjarnadóttir 29972
1967 SÁM 92/3269 EF Einn guð í hæðinni Ingunn Bjarnadóttir 29973
1967 SÁM 92/3269 EF Einn guð í hæðinni Ingunn Bjarnadóttir 29974
1967 SÁM 92/3269 EF Samtal um hvar Ingunn lærði lögin sem hún syngur í upptökunni Ingunn Bjarnadóttir 29975
1967 SÁM 92/3269 EF Verónikukvæði: Kveð ég um kvinnu eina, sungið nokkrum sinnum Ingunn Bjarnadóttir 29976
1967 SÁM 92/3269 EF Krummi krunkar úti Ingunn Bjarnadóttir 29977
1967 SÁM 92/3270 EF Kenna vil ég þér Ingunn Bjarnadóttir 29981
1967 SÁM 92/3270 EF Einn guð í hæðinni Ingunn Bjarnadóttir 29982
1961 SÁM 86/905 EF Einn guð í hæðinni Ingunn Bjarnadóttir 34407
1961 SÁM 86/905 EF Einhvern tíma ef ég ræ Ingunn Bjarnadóttir 34408
1961 SÁM 86/905 EF Hér komst ekki gleðin á Ingunn Bjarnadóttir 34409
1961 SÁM 86/905 EF Úti á miðjum sjó Ingunn Bjarnadóttir 34410

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.08.2018