Benedikt Björnsson 15.08.1796-04.06.1873

Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1821 með tæpum meðalvitnisburði. Fékk Fagranes 8. maí 1839 og Hvamm í Norðurárdal 28. júní 1860 og hætti þar prestskap 1867. Fluttist þá að Knarrarnesi þar sem hann andaðist. Hann var með stærstu mönnum að vexti, stórskorinn í andliti, stirður í róm en góður prédikari og vann vel öll prestverk, ekki drykkjugjarn! stilltur og viðfelldinn, glaðlyndur og gestrisinn og vel kynntur af sóknarbörnum sínum, búsýslumaður mikill og hestamaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 1.

Staðir

Fagraneskirkja Prestur 08.05.1839-1860
Hvammskirkja Prestur 28.06.2860-1867

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.08.2016