Friðrik Guðmundsson 1725-06.07.1812

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1750, talinn hafa ágætar námsgáfur. Fékk Gufudal 17. júlí 1753 en missti þar prestskap vegna of bráðrar barneignar með konu sinni sama ár. Fékk uppreisn 6. desember 1756 og varð aðstoðarprestur að Brjánslæk 1756, gegndi prestverkum á Borg á Mýrum frá febrúar 1759 og fékk veitingu fyrir prestakallinu 14. júlí 1759. Lét af prestskap 1794 og andaðist að Ólafsvöllum. Hann var vel gefinn og góður ræðumaður en jafnan mjög fátækur og hirðulítill um embættisrekstur enda drykkfelldur en þó allvel liðinn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 121-22.

Staðir

Gufudalskirkja Prestur 1753-
Brjánslækjarkirkja Aukaprestur 1756-1759
Borgarkirkja Prestur 14.07.1759-1794

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.05.2015