Katrín Dalhoff (Katrín Theodóra Dalhoff Bjarnadóttir) 05.11.1916-06.08.2000

<p><strong>Foreldrar:</strong> Bjarni Björnsson, leikari á Íslandi, í Bandaríkjunum og Kanada, f. 5. maí 1890 í Álftártungu, Áftaneshr., Mýr., d. 26. febr. 1942, og k. h. Torfhildur Ingveldur Jörgína Dalhoff, gullsmiður, f. 18. júlí 1895 í Ólafsvík, d. 31. ágúst 1961.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1934 og burtfararpróf í fiðluleik frá sama skóla árið 1935.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var fiðluleikari í Úrvarpshljómsveitinni frá fimmtán ára aldri til 1939; dvaldist erlendis stríðsárin; var fiðluleikari í Hljómsveit Reykjavíkur 1945-1950 og í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1969 en lék þó með Oslo Sinfoniorkester 1965-1966; lék með sinfóníuhljómsveitunum í Flensburg og Hamborg í Þýskalandi eftir 1970 og var aðstoðarkonsertrneistari í hljómsveitinní í Flensburg; lék kammertónlist á Íslandi og í Noregi; kenndi á fiðlu og píanó við Tónlistarskólann í Reykjavík 1946-1969.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 215. Sögusteinn 2000.</p> <p>Katrín, var í hóp fjögurra nemenda sem fyrstir luku burtfararprófi frá Tónlistarskólnum í Reykjavík 1934. Hinir voru: Björn Ólafsson á fiðlu, Helga Laxness á píanó, og Margrét Eiríksdóttir á píanó. Prófdómari var Emil Thoroddsen.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1935
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarkennari 1946-1969

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Reykjavíkur Fiðluleikari 1945 1950
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1950 1969
Útvarpshljómsveitin Fiðluleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðlukennari , fiðluleikari , píanókennari , píanóleikari , tónlistarkennari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.02.2016