Guðrún Pétursdóttir 1826-08.03.1916

Mannalát. 8. þ. m. andaðist hjer í bænum ekkjufrú Guðrún Pjetursdóttir Johnsen, tengdamóðir Ól. Ólafssonar fríkirkjuprests, en ekkja sjera Guðmundar Johnsens, sem eitt sinn var í Arnarbæli. Hún andaðist á heimilí þeirra sjera Ólafs og Guðrúnar dóttur sinnar, konu hans, og var rúmlega níræð að aldri. Aðrar dætur frú Guðrúnar eru þær Anna kona sjer Oddgeirs í Vestmannaeyjum og Margrjet ekkja Jóh. Ólafssonar áður sýslumanns i Skagafirði, móðir dr. Alex. Jóhannessonar.

Lögrétta 20. mars 1916, bls. 48.

Staðir

Arnarbæliskirkja Organisti 1874-1879

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014