Þorvaldur Böðvarsson 09.07.1816-26.09.1896

Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1845. Vígður aðstoðarprestur að Barði í Fljótum 18. júní 1848, gegndi Hofsþingum stuttan tíma, ótímasett, og bjó að Óslandi. Fékk Stað í Grindavík 15. maí 1850 og Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 30. júní 1866 og lét af prestskap þar 1886. Fluttist þá til Akraness og lést þar. Talinn atorkumaður, hagmæltur og gamansamur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 241-42.

Staðir

Barðskirkja Aukaprestur 18.06.1848-1850
Hofskirkja Prestur "19"-"19"
Staðarkirkja í Grindavík Prestur 15.05.1850-1856
Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Prestur 30.06.1866-1886

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 15.07.2014