Vigfús Erlendsson 1716-20.08.1781

Prestur fæddur um 1716. Stúdent frá Skálholtsskóla 1737. Vígðist kirkjuprestur í Skálholt 22. maí 1740, prófastur í Árnessýslu 1744. Fékk Setberg um áramót 1748-9 og gegndi því til æviloka og varð prófastur Snæfellinga 31. júlí 1754 og gegndi því starfi til dauðadags.. Fær góðan vitnisburð hjá Harboe enda vel gefinn og var talinn koma til greina sem biskup.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 46-7.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 22.05.1740-1748
Setbergskirkja Prestur 01.01.1749-1781

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.03.2015