Páll Kristinn Pálsson (Páll Kr. Pálsson) 30.08.1912-30.10.1993

<p><strong>Foreldrar:</strong> Páll Arnasonar lögregluþjónn og Kristín Árnadóttir.</p> <p><strong> Námsferill:</strong> Páll stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík veturinn 1925-1926, í Tónlistarskólanum í Reykjavík frá 1930-1933 og eftir það tónlistarnám í Svíþjóð og Danmörku. Hann nam orgelleik hjá Harrick Bunney organleikara við dómkirkjuna í Edinborg og söngstjórn og tónsmíðar hjá dr. Hans Gál prófessor við Edinborgarháskóla á árunum 1946-1948.</p> <p><strong> Starfsferill:</strong> Páll var tónlistarkennari og stjórnandi fjölda kóra. Má þar nefna Barnakór ríkisútvarpsins 1949-1951, Samkór Reykjavíkur 1949-1950, Kvennakór Garðahrepps 1950-1951, Þresti í Hafnarfirði 1950-1955 og Lögreglukór Reykjavíkur 1950-1965.</p> <p>Af kennslustörfum má nefna að hann var kennari við Söngskóla þjóðkirkjunnar og við guðfræðideild Háskóla íslands 1949-1951, við Kennaraháskólann 1951-1952 og við Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1950-1967. Páll var stofnandi og skólastjóri Tónlistarskólans í Hafnarfirði 1950-1971. Þá var hann einn af stofnendum Félags íslenskra organleikara 1951 og í stjórn þess frá upphafi. Hann var formaður 1965-1971 og útnefndur heiðursfélagi 31. ágúst 1981. Páll var organisti í Hafnarfirði og á Bessastöðum í 37 ár. Hann var sæmdur Fálkaorðunni fyrir sinn skerf til menningarmála 1982.</p> <p><strong> Útgefin verk:</strong> Eftir Pál liggur minningarrit um Friðrik Bjarnason, organleikara og tónskáld í Hafnarfirði og eiginkonu hans, Barnasöngvar, 30 lög samantekin og raddsett við ljóð Stefáns Jónssonar, Handbók söngkennara, Söngbók IOGT, Ágrip af tónlistarsögu fyrir miðskóla, Tónfræði fyrir miðskóla og Tónlistarsaga.</p> <p align="right">Byggt á Andlátsfregn í Morgunblaðinu 2. nóvember 1993, bls. 18.</p> <p>Sjá einnig um Páli í Kennaratal á Íslandi, II. bindi bls. 53.</p>

Staðir

Hafnarfjarðarkirkja Organisti 1950-1987
Bessastaðakirkja Organisti 1950-1987

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Organisti , skólastjóri , tónlistarkennari og tónlistarmaður

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014