Stefán Vilhjálmur Jónsson (Stefán frá Möðrudal, Stórval) 24.06.1908-30.07.1994

<p>Stefán Vilhjálmur Jónsson fæddist í Möðrudal 24. júní 1908. Hann lést í Borgarspítalanum 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Aðalsteinn Stefánsson frá Möðrudal og Þórunn Vilhjálmsdóttir Oddsen frá Krossavík í Vopnafirði. Börn þeirra eru auk Stefáns, Vilhjálmur Gunnlaugur, d. 4. júlí 1994, Jóhanna Arnfríður, Gunnlaugur Valgeir og Þórlaug Aðalbjörg sem lést ung. Auk þeirra áttu þau stjúpdóttur, Kristínu Oddsen og er hún ein eftir á lífi af systkinunum. Stefán fluttist ásamt foreldrum sínum að Víðidal á Fjöllum um 1910 en þau fluttust aftur að Möðrudal um 1919.</p> <p>Árið 1930 kvæntist Stefán Láru Jónsdóttur, fjögurra barna móður, frá Grund í Eyjafirði. Þau eignuðust tvo drengi, Jón Aðalstein Stefánsson, f. 1. nóvember 1931, d. 2. janúar 1933 og Jón Aðalstein Stefánsson f. 9. febrúar 1934. Jón Aðalsteinn er kvæntur Sigurbjörgu Jónsdóttur. Þau eru búsett á Seyðisfirði og hafa eignast fjögur börn: Stefán (d. í febrúar 1994), Ómar, Hafþór og Láru Ósk. Barnabörn Stefáns eru tvö.</p> <p>Stefán nam málaralist hjá Hauki Stefánssyni, föðurbróður sínum, málara á Akureyri. Stefán og Lára hófu síðan búskap að Möðrudal um 1930 og bjuggu þar fram til 1941 er þau hófu búskap á Einarsstöðum í Vopnafirði. Þau slitu samvistum 1948.</p> <p>Á sjötta áratugnum fluttist Stefán til Reykjavíkur þar sem hann bjó til til dauðadags. Hin síðari ár fékkst hann einkum við málaralist og hélt síðustu málverkasýningu sína í Vopnafirði í síðasta mánuði.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 9. ágúst 1994, bls. 28.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.05.2015