Guðmundur Guðjónsson 03.03.1922-11.04.2016

<p>... Guðmundur lærði húsgagnasmíði og starfaði sem sviðsmaður á RÚV. Kunnastur var Guðmundur þó fyrir sönginn. Hann fór með tenórhlutverk í fjölmörgum óperum og í yfir 200 sýningum. Hann kom víða fram á söngskemmtunum um árabil, ýmist með fremstu söngvurum landsins eða sem einsöngvari. Guðmundur söng einnig um langt árabil með Karlakór Reykjavíkur og oft sem einsöngvari. Hann starfaði síðar með eldri félögum í kórnum. Þegar Rás 1 gerði þáttaröðina Sungið með hjartanu árið 2002 var Guðmundur einn af þeim sem þar hljómuðu. Í þáttunum, sem voru níu talsins, voru leiknar upptökur með nokkrum af frumkvöðlum í óperuflutningi hérlendis.</p> <p>Í Morgunblaðinu 1965 segir í umsögn um óperuna Madame Butterfly, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu, að söngur Guðmundar, sem fór með hlutverk liðsforingjans B. F. Pinkerton, þætti góður, röddin björt og henni beitt af góðri kunnáttu og smekkvísi.</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 14. apríl 2016, bls. 8</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Einsöngvarakvartettinn Söngvari 1969 1972
Karlakór Reykjavíkur Söngvari

Skjöl


Húsasmiður og söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.09.2017