Margrét Sæmundsson (Halldórsdóttir) 14.08.1918-

Faðir fæddur í Skagafirði. Hann kom 25 ára til Kanada og átti þá skyldfólk sem var komið á undan. Hann lærði aldrei ensku almennilega. Móðir úr Þverárdal. Hún kom 18 mánaða til Kanada. Alltaf töluð íslenska á heimilinu. Lærði að lesa íslensku af sjálfri sér, blöðum o.þ.h. Hefur lesið mikið, kvæði og sögur, fornsögur og jafnvel atómskáld, Laxness og Bjössa bomm. Mamma hennar les fornsögur upphátt fyrir svefninn. Gunnar, maður Margrétar, mikill íslenskumaður og neitaði að skilja ensku á heimilinu. Foreldrar hans fæddust á Íslandi og ólust þar upp. Börn Margrétar tala öll íslensku (ca. 30-40 ára). Margrét lærði ensku fyrst í skóla, fermd á íslensku. Talar alltaf íslensku heima og við suma nágranna. Alltaf mikill gestagangur af Íslandi. Hefur einu sinni komið til Íslands. Skilur ekkert í að fólk skuli vera að blanda saman ensku og íslensku.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

12 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
22.06.1982 SÁM 94/3862 EF Ef við byrjum á því að fá upplýsingar um það hvar þú ert fædd og hvenær? sv. Ég er fædd á .....Beac Margrét Sæmundsson 44548
22.06.1982 SÁM 94/3862 EF En hvernig var þá með málið heima hjá þér? sv. Heima hjá mér, þar töluðu allir íslensku. Pabbi hann Margrét Sæmundsson 44549
22.06.1982 SÁM 94/3862 EF Hvernig lærðir þú þá ensku? sv. Í skóla, það urðu allir að læra íslensku.... ensku í skóla. sp. Þú Margrét Sæmundsson 44550
22.06.1982 SÁM 94/3863 EF En þið hafið svo alltaf notað íslensku hér á heimilinu? sv. Krakkarnir töluðu ensku sín á milli og Margrét Sæmundsson 44551
22.06.1982 SÁM 94/3863 EF Hefur þú komið til Íslands? sv. Ég hef einu sinni komið til Íslands. Við dvöldum þar í þrjár vikur. Margrét Sæmundsson 44552
22.06.1982 SÁM 94/3863 EF Ef við förum aftur að þeim stað sem þú fæddist, hvernig var þetta þar? sv. Pebble beach, Manitoba? Margrét Sæmundsson 44553
22.06.1982 SÁM 94/3863 EF Hvað voruð þið með þarna af tækjum? sv. Pabbi hafði sláttuvél og hrífu og hesta og hérna, hann hafð Margrét Sæmundsson 44554
22.06.1982 SÁM 94/3863 EF En hvað var með kjötmat og svoleiðis? sv. Áður en við fengum þessa kælir... hérna frystiskápa, þá s Margrét Sæmundsson 44555
22.06.1982 SÁM 94/3863 EF Hvernig var svo með dagleg störf hér hjá ykkur? sv. Við höfðum bara alltaf barasta bú svona eins og Margrét Sæmundsson 44556
22.06.1982 SÁM 94/3863 EF En hvenær komu vélar í fjósið? sv. Nítján, ó í fjósið, nei við höfðum aldrei vélar í – jú seinast e Margrét Sæmundsson 44557
22.06.1982 SÁM 94/3863 EF En strákarnir, þú sagðir að þú hefðir þurft að binda þá niður. Voru þeir mikið á ferðinni? sv. Nei, Margrét Sæmundsson 44558
22.06.1982 SÁM 94/3863 EF Talað um mimunandi hreim á íslensku eftir því hvaðan fólk kemur, dóttir Margrétar tekur þátt í samta Margrét Sæmundsson 44559

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 28.03.2019