Eyjólfur Kolbeinsson 11.11.1770-04.06.1862

<p>Prestur. Stúdent 1793 frá Reykjavíkurskóla eldra. Vígðist aðstoðarprestur í Sauðlauksdal 6. september 1795, missti starfið vegna barneignar með konu þeirri er hann kvæntist mánuði síðar. Hafði áður misst embættisgengi vegna barneignar. Varð aftur aðstoðarprestur í Sauðlauksdal 1802, fékk Stað í Grunnavík 21. maí 1814 og Eyri í Skutulsfirði 30. júní 1821, lét af prestskap vorið 1848. Var gáfumaður og góður ræðumaður, söngmaður mikill og fjörmaður, búhöldur í betra lagi.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 460-61. </p>

Staðir

Sauðlauksdalskirkja Aukaprestur 06.09.1795-18.öld
Sauðlauksdalskirkja Aukaprestur 1802-1814
Staðarkirkja í Grunnavík Prestur 21.05.1814-1821
Eyrarkirkja, Skutulsfirði Prestur 30.06.1821-1844

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 19.06.2015