Valdís Þórðardóttir 27.06.1920-13.02.2009

<p>Valdís Þórðardóttir fæddist á Klúku í Miðdal í Strandasýslu, 27. júní 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal 13. febrúar 2009. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson, f. 9.12. 1883, d. 17.8. 1954, og Guðrún Finnbogadóttir, f. 10.3. 1885, d. 27.11. 1972, bændur á Klúku.</p> <p>Valdís giftist árið 1958 Þorsteini Jóni Nordal Karlssyni, f. 21.4. 1916, d. 8.11. 2004.</p> <p>Valdís ólst upp á Klúku. Skólaganga hennar var einungis þrír mánuðir en þrátt fyrir það hafði hún afburðagott vald á íslenskri tungu. Hún var hafsjór af fróðleik og hafði mikinn áhuga á ættfræði. Hún var í vist víða, m.a. á Akureyri snemma á 5. áratugnum hjá Sigurði Hlíðar alþingismanni og dýralækni og Guðrúnu konu hans. Liðagigt hrjáði hana frá unga aldri en þrátt fyrir það var hún ósérhlífin til verka og hafði fjölskylduna ávallt í fyrirrúmi. Hún sinnti ýmsum félagsstörfum og má þar nefna setu í barnaverndarnefnd, sóknarnefnd Skarðskirkju og lestrarfélagi sveitarinnar en bókakostur þess var á heimili hennar. Einnig söng hún í kirkjukórnum og Þorrakórnum og hafði afar góða söngrödd langt fram eftir aldri. Valdís og Þorsteinn bjuggu í Búðardal II, Skarðsströnd til ársins 2003 er þau fluttu á dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal.</p> <p></p> <p>Morgunblaðið 21. febrúar 2009, bls. 34.</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

8 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
16.02.2003 SÁM 04/4032 EF Heimildarmaður kynnir sig og segir frá uppruna sínum. Skólaganga, farkennsla, heimakennsla, heimavis Valdís Þórðardóttir 45207
16.02.2003 SÁM 04/4032 EF Námsefni Valdís Þórðardóttir 45208
16.02.2003 SÁM 04/4032 EF Aðbúnaður og skipulag í heimavistarskóla árið 1931 Valdís Þórðardóttir 45209
16.02.2003 SÁM 04/4032 EF Máltíðir og matarvenjur í heimavistarskóla árið 1931 Valdís Þórðardóttir 45210
16.02.2003 SÁM 04/4032 EF Lengd skóladags, frímínútur Valdís Þórðardóttir 45211
16.02.2003 SÁM 04/4032 EF Leikir skólabarna á heimavist Heydalsárskóla. Hljóðfæraleikur og söngur. Útileikir í frímínútum. S Valdís Þórðardóttir 45212
16.02.2003 SÁM 04/4032 EF Fullnaðarpróf. Árið sem einstaklingur fermdist tók hann svokallað fullnaðarpróf úr þeim fögum sem þá Valdís Þórðardóttir 45213
16.02.2003 SÁM 04/4033 EF Töðugjöld Valdís Þórðardóttir 45214

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014