Pétur Pétursson 03.10.1808-15.05.1891

<p style="margin-left: -0.05pt;">Prestur og biskup. Stúdent frá Bessastaðaskóla 16. júní 1827, fór utan og tók guðfræðiprof m.a.1832. Fékk Breiðabólstað á Skógarströnd 15. júlí 1836. F'ekk Helgafell 22. apríl 1837, Staðastað 26. ágúst sama ár. Skipaður prófastur Snæfellinga 31. ágúst 1838. Varð doctor í guðfræði.Pétur þjónaði biskupsembættinu frá miðjum ágústmánuði 1855 til júlímánaðarloka 1856 en 23. febrúar l866 var hann skipaður biskup yfir Íslandi frá 1. apríl s.á,  Hann fékk lausn frá biskupsembætlinu 16. apríl 1889  en þjónaði því þó þangað til Hall­grímur biskup Sveinsson kom frá vígslu og tók við því 24. júlí s.á. Pétur biskup varð licentiatus theol. 11. maí 1840 fyrir ritgerð um Tyrannius Rufinus kirkjuföður en 2l. mars 1844 varði hann ritgerð sína um is­lenskan kirkjurétt fyrir og eftir siðbótina og hlaut oktorsnafnbót í guðfræði fyrir hana 14. nóvember s.á. Hann var sæmdur ýmsum tignarmerkjum, s.s. prófessorsnafnbót 15. maí 1849, riddarakrossi dannebrogsorðunnar 6. október 1852, heiðursmerki dannebrogsmanna 21. júlí 1869, kommandörkrossi dannebrogsorðunnar af 2. flokki 2. ágúst 1874, kommandörkrossi norsku St. Ólafsorðunnar (af Svíakonungi) 21. janúar 1876, kommandörkrossi dannebrogs­orðunnar af 1. flokki 7. apríl 1883 og síðast stórkrossi sömu orðu 16. apríl 1889 um leið og honum var veitt lausn frá biskupsembætt­inu.</p> <p style="margin-left: -0.05pt;">Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 167-68. </p>

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja Snæfellsnesi Prestur 15.07. 1836-1837
Staðakirkja á Staðastað Prestur 26.08.1837-1837
Dómkirkjan Prestur 06. 1854-11. 1854
Prestur 22.04.1837-26.08.1837
Dómkirkjan Prestur 01.06.1854-01.11.1854

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.03.2015