Ingólfur Ástmarsson 03.11.1911-16.03.2001

<p>Prestur og kennari. Stúdent í Reykjavík 1940, Cand. theol, 1942. Kynnti sér kirkjulíf víða um veröld á næstu árum. Settur sóknarprestur í Staðarprestakalli í Steingrímsfirði 19. ágúst 1942 og að fullu 24. júní 1943. Fékk Mosfell í Grímsnesi 20. maí 1948 og skipaður biskupsritari frá 12. maí 1959. Veitt Mosfell að nýju 1. ágúst 1967. Sinnti aukaþjónustu i nokkrum sóknum, tímabundið.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 178</p>

Staðir

Staðarkirkja í Staðardal, Steingrímsfirði Prestur 19.08. 1942-1948
Mosfellskirkja Prestur 20.05. 1948-1959
Mosfellskirkja Prestur 01.08. 1967-1981

Biskupsritari , prestur og skólastjóri

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.02.2016