Þorsteinn Helgi Árbjörnsson 10.07.1982-

Eins og flestir strákar á Eskifirði var Þorsteinn á kafi í íþróttum. Sem slíkur fékk hann viðurkenn- inguna „hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga“ 1999. Þorsteinn var rétt 15 ára þegar hann lék fyrsta leik sinn með KVA (Knattspyrnufélag Vals og Austra) í 2. deild 1997, en Keith Reed breytti öllu þegar Þor- steinn var nýkominn á bílprófsaldurinn. „Hann fór á milli fjarðanna og bauð upp á söngtíma,“ rifjar Þorsteinn upp. „Mamma þrýsti á mig að fara til hans og ég dreif mig í tíma. Fyrst var þetta ekki sérlega skemmtilegt en fljótlega varð ekki aftur snúið.“

Þorsteinn er lýrískur tenór og í vikunni fór hann í áheyrnarprufu hjá lýrísku óperunni í Chicago og aðra vegna Spoleto-hátíðarinnar í Charleston, sem er ein stærsta listahátíð Bandaríkjanna. „Með betri umboðsmanni aukast möguleikarnir,“ segir hann og leggur áherslu á að hann fari ekki í áheyrnarprufur fyrir La Traviata eða La Boheme. „Þar er meiri samkeppni um hlutverk en ég sker mig frekar úr í verkum eftir til dæmis Rossini.“

Úr fótboltanum í lýrískan tenórsöng. Morgunblaðið. 18. óktóber 2014, bls. 52.

Skjöl


Söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.10.2014