Rögnvaldur Finnbogason 15.10.1927-03.11.1995

<p>Prestur. Stúdent frá MR 1947. Cand. theol. frá HÍ 30. maí 1952Framhaldsnám í trúarbragðasögu við Lundarháskóla 1952-53. Settur sóknarprestur í Skútustaðaprestakalli 25. júlí 1952 frá 1. september sama ár og vígður 27. júlí sama ár en lét af embætti 1. nóvember sama ár. Sóknarprestur í Bjarnanesi frá 28. maí 1954 til 1959 er hann fékk Mosfell í Grímsnesi 1. september og fékk lausn frá embætti 10. apríl 1961Settur prestur á Valþjófsstað 24. maí 1961 frá 1. júní að telja. Veitt Stafholt 21. júlí 1962 frá 1. september sama ár, lausn frá því embætti 12. apríl 1965Sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði 14. apríl 1965 frá 1. maí að telja. Veitt Seyðisfjarðarprestakall 15. október 1968 frá 1. nóvember að telja. Veitt Siglufjarðarprestakall 13. september 1971 frá 1. sama mánaðar. Sóknarprestur á Staðastað 6. september 1973 frá 1. okt. sama ár og hélt til æviloka.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 733-34</p>

Staðir

Skútustaðakirkja Prestur 25.07. 1952-1954
Bjarnaneskirkja Prestur 28.05. 1954-1959
Mosfellskirkja Prestur 01.09. 1959-1961
Valþjófsstaðarkirkja Prestur 24.05. 1961-1962
Stafholtskirkja Prestur 21.07. 1962-1965
Hofskirkja í Vopnafirði Prestur 14.04. 1965-1968
Seyðisfjarðarkirkja Prestur 15.10. 1968-1971
Siglufjarðarkirkja Prestur 13.09. 1971-1973
Staðakirkja á Staðastað Prestur 06.09. 1973-1995

Prestur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 7.12.2018