Árni Þórarinsson 19.08.1741-05.07.1787

Stúdent frá Skálholtsskóla 1760. Stundaði nám við Hafnarháskóla, lauk heimspekiprófi 1763 og baccalaureusarprófi 1764. Lauk síðan prófi í guðfræði 1766. Fékk Seltjarnarnesþing 13. júní 1769, varð prófastur í Kjalarnesþingi 1781 og fékk Odda 4. júlí 1781. Árið 1782 var hann boðaður utan til að takast á hendur biskupsembættið á Hólum, en sigldi þó ekki fyrr en haustið 1783. Var kallaður til biskups 17. marz 1784 og vígður af Balle Sjálandsbiskupi 12. apríl (annan dag páska) s. á., kom út hingað um vorið og flutti þá samsumars norður að Hólum. Hann andaðist úr brjóstveiki 5. júlí 1787. Gáfu- og dugnaðarmaður mikill en ekki vinsæll.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 74.

Staðir

Dómkirkjan Prestur 13.06. 1769-1781
Oddakirkja Prestur 04.07. 1781-1783
Hóladómkirkja Biskup 17.03.1784-1787

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.01.2019