Einar Jónsson 1704 um-1784

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla, vígðist 25. maí 1732 aðstoðarprestur föður síns að Skinnastað og fékk embættið eftir hann 1737. Lét af prestskap 1775. Hann var enginn búsýslumaður og talinn meðal fátækustu presta í Hólabiskupsdæmi. Hann gegndi lengi Möðrudalssókn ásamt Skinnastað var svo enn 1760. Til er lækningabók eftir hann, grasalækningar. Harboe taldi hann óskynsaman og illa gefinn en Steinn biskup lét vel af mannkostum hans og gáfum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 366.

Staðir

Skinnastaðarkirkja Aukaprestur 25.05.1732-1737
Skinnastaðarkirkja Prestur 1737-1775

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.05.2018