Ólafur Pálsson 07.08.1814-04.08.1876

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1834 með ágætum vitnisburði. Kenndi síðan á Möðruvöllum um skeið og var líka djákni þar um14 mánaða skeið. Fór til Hafnar og tók lærdómsprófin og guðfræðipróf á 1837 til 1842, öll með 1. einkunn. Vann um sumar með Jóni SIgurðssyni við uppskrift á íslenskum handritum. Fékk Reynivelli 27. apríl 1843, fékk Holt undir Eyjafjöllum 3. desember 1846, fór þangað ekki en fékk Stafholt 18. apríl 1847. Varð dómkirkjuprestur í Reykjavík 10. september 1854 og fékk loks Melstað 23. maí 1871 og hélt til æviloka. Prófastur í Mýrasýslu 1851-54, í Kjalarnesþingi 1856-71 og Húnaþingi 1872-76. Dannebrogsmaður og konungskjörinn þingmaður. Þeg­ar hann var í Kaupmannahöfn sneri hann á íslensku æfisögu Oberlins prests (Kh. 1839 ásamt æfisögu Franklins) og síðar landaskip­unarfræði eftir Platon (Viðey 1843). Hann hefur og snúið á íslensku Balslevs biblíu­sögum (Rvík 1859, 7. útg. 1889) og Balslevs barnalærdómsbók (Rvík 1866 og oftar); einnig eru prentaðar allmargar ræður, útfararminn­ingar og fleira smávegis eftir hann.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 74-5. </p>

Staðir

Reynivallakirkja Prestur 27.04. 1843-1846
Stafholtskirkja Prestur 18.04. 1847-1854
Dómkirkjan Prestur 10.09. 1854-1871
Melstaðarkirkja Prestur 23.05. 1871-1876

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.09.2014