Kolbeinn Bjarnason 14.07.1958-

Kolbeinn er fæddur í Reykjavík 1958. Hann nam bókmenntir og heimspeki við Háskóla Íslands en lauk burtfararprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1979. Síðan stundaði hann nám hjá Manuelu Wiesler í Grjótaþorpinu í 3 ár. Hann bjó um skeið í Evrópu og Norður- Ameríku þar sem hann nam hjá ýmsum flautumeisturum.

Kolbeinn hefur komið fram sem einleikari á fjölmörgum öðrum tónlistarhátíðum á Íslandi, með Sinfóníuhljómsveit Íslands, í útvarpi og sjónvarpi, einnig í mörgum Evrópulöndum, Bandaríkjunum, Mexíkó og Japan. Hann kom fyrst fram á Sumartónleikum í Skálholti árið 1986.

Kolbeinn hefur frumflutt einleiksverk fjölmargra íslenskra og erlendra tónskálda. Meðal þeirra sem hafa tileinkað honum verk sín hann eru Hafliði Hallgrímsson, Atli Heimir Sveinsson, Leifur Þórarinsson, Þorsteinn Hauksson, Sveinn L. Björnsson, Úlfar I. Haraldsson, Hugi Guðmunddson, Simon Mawhinney, Hans-Henrik Nordström, Doina Rotaru, Diana Rotaru, Hiroyki Itoh, Noriko Miura og Koji Kaneta.

Kolbeinn stofnaði CAPUT ásamt Guðna Franzsyni og hefur verið flautuleikari hópsins frá upphafi. Upptökur hans á verkum Brian Ferneyhough (Bridge 2002) og Toshio Hosokawa (Naxos 2010) hafa hlotið einróma lof víða um heim.

Kolbeinn byrjaði að semja fyrir fáeinum árum og mun ljúka M.A. gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands á þessu ári.

Af vef Sumartónleika í Skáholti.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1979
Háskóli Íslands Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Caput Flautuleikari 1987
Sinfóníuhljómsveit Íslands Flautuleikari 1982

Tengt efni á öðrum vefjum

Flautuleikari, háskólanemi, tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.06.2016