Magnús Einarsson (Galdra-Mangi) 1734-02.05.1819

Prestur. Lærði í Skálholtsskóla. Fékk uppreisn fyrir ótímabæra barneign 5. febrúar 1762. Fékk Gufudal 18. júlí 1764 og Kvennabrekku 2. apríl 1790 og var þar til 3. júní 1796 fyrir óskírlífisbrot. Hann var búmaður góður og sérdrægur, kom sér ekki vel enda svarri við drykkju, daufur kennimaður en hafði mikla söngrödd. Andaðist í Syðra-Skógskoti.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 416-17.

Staðir

Gufudalskirkja Prestur 18.07.1764-1790
Kvennabrekkukirkja Prestur 02.04.1790-1796

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 19.10.2015