Friðberg Stefánsson 22.06.1873-12.11.1918

<blockquote>Friðberg var fæddur í Skagafirði, en ólst upp að Seli í Hrunamannahreppi. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur, þar sem hann lærði járnsmíðar hjá Bjarnhéðni Jónssyni. Hann lék með „Lúðurþeytarafélagi Reykjavíkur“ nokkru fyrir aldamótin og allt til ársins 1903, en þá fluttist hann til Ísafjarðar. Mun Friðberg hafa átt mikinn þátt í því að „Lúðrafélag Ísafjarðar“ er stofnað árið 1903. Hann fluttist til Reykjavíkur 1910, en fór 1913 til Akraness og kom þar á fót lúðraflokki er starfaði skamma hríð. Þá lá leiðin til Reykjavíkur og starfaði Friðberg með „Hörpu“ uns hann lést árið 1918 úr spönsku veikinni.<br /> <br /> Kona Friðbergs var Agnes Gestsdóttir [26.06.1878 - 17.09.1965] og áttu þau tvo syni, Óskar og Harald Þór.<br /> <br /> Til gamans má geta þess að meistari Friðbergs, Bjarnhéðinn Jónsson, var einnig mikill músíkvinur og segir Halldór Þór, sonur Friðbergs, að Bjarnhéðinn hafi slegið taktinn með því að berja járnstaf miklum í smiðjugólfið þegar sveinn hans var að æfa sig á hornið við aflinn. Lanafabarn Friðbergs og alnafni leikur nú (1984) með „Lúðrasveit Reykjavíkur“</blockquote> <p align="right">Texti og mynd úr Skært lúðrar hljóma: Sag íslenskra lýðrasveita (1984), bls. 50-51.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit Ísafjarðar 1903
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur Hljóðfæraleikari 1903

Tengt efni á öðrum vefjum

Hljóðfæraleikari og járnsmiður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.12.2015