Þórarinn Sigurbergsson 13.04.1958-

<p>Þórarinn Sigurbergsson lærði á gítar hjá Eyþóri Þorlákssyni í Tónlistar­skóla Hafnar­fjarðar og útskrifaðist 1980. Hann stundaði framhaldsnám hjá José Luis González í Alcoy frá 1980 til 1984. Einnig hefur hann sótt einkatíma og master­klassa hjá Manuel Barrueco, heimskunnum gítarleikara. Sumarið 2010 naut hann leiðsagnar Ignacio Rodes í Alicante. Þórarinn hefur spilað á fjölda einleiks- og samspilstónleika, m.a. með Kammersveit Reykjavíkur og sem einleikari með Sin­fóníu­hljómsveit áhugamanna. 1987 kom út hljómplata með leik hans. Árið 2010 frumfluttu Þórarinn og Signý Sæmundsdóttir verkið Fjórar Shakespeare-Sonnettur eftir Oliver Kentish. Hann hefur verið dómari í alþjóð­legri gítarkeppni og og kennt á alþjóðlegri gítarhátíð. Þórarinn sinnir nú kennslu.</p> <p align="right">Af vef Háskólatónleika 2015</p>

Staðir

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Nemandi -
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Tónlistarnemandi -1980

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hið íslenska gítartríó Gítarleikari 2011

Gítarkennari , gítarleikari , nemandi og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.01.2016