Þorgrímur Jónsson 29.05.1976-

<p>Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari lauk burtfararprófi af jazzdeild FÍH vorið 2001. Næsta vetur stundaði hann klassískt nám á kontrabassa undir handleiðslu Gunnlaugs Stefánssonar í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar en kenndi jafnframt við Tónlistarskóla Árbæjar. Hann fór til framhaldsnáms við Koninklijk Conservatorium í Haag í Hollandi og lauk B.M. prófi vorið 2006. Meðal kennara voru Hein Van Der Heyn, Frans Van Der Hoeven, Uli Glassmann og Roeloef Meijer. Þorgrímur kennir við tónlistarskóla Árbæjar og tónlistarskóla Garðabæjar og hefur leikið með helstu jazzleikurum Íslands á hinum ýmsu stöðum svo sem á Jómfrúnni, í Deiglunni á Akureyri, jazz- og blúshátíðinni í Vestmannaeyjum, á jazzklúbbnum Múlanum og á Jazzhátíð Reykjavíkur. Einnig hefur hann leikið inn á plötur og unnið við sjónvarp og útvarp.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar –&nbsp;Sumartónleikar 17. júlí 2007.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi -2001
Konungleig tónlistarháskólinn í Hag Háskólanemi -2006

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Andakt Kontrabassaleikari 2016-07-05
Jónsson & More Kontrabassaleikari 2008
Tríó Sunnu Gunnlaugs Kontrabassaleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari , háskólanemi , tónlistarkennari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.06.2016