Guðlaugur Sveinsson 1731-15.11.1807

Prestur. Lærði í Skálholtsskóla og þótti góður námsmaður. Honum var skipað að taka Stað á Snæfjallaströnd 15. ágúst 1756, fékk Kirkjuból vorið 1766 og þar var hann gerður að prófasti í Norður-Ísafjarðarsýslu 1772 og var það til dauðadags. Settur prófastur í Strandasýslu 1779-80. Tók við Vatnsfirði 1780 og hélt til dauðadags. Hann var mikill vexti og ófríður, vel gáfaður og prýðilega að sér, fróðleiksmaður og læknir góður, bráðlyndur og stundum svakafenginn á mannfundum. Skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 120.

Staðir

Staðarkirkja á Snæfjallaströnd Prestur 15.08.1756-1766
Kirkjubólskirkja Prestur 1766-1780
Vatnsfjarðarkirkja Prestur 1780-1807

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.08.2015