Erla Björg Káradóttir 29.08.1978-

Erla Björg Káradóttir hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskólann í Garðabæ og lauk þaðan framhaldsstigi í söng árið 2003 frá Margréti Óðinsdóttur. Erla Björg stundaði framhaldsnám í Salzburg þar sem hún lærði hjá Prof. Martha Sharp og Dario Valiengo kennurum við Mozarteum tónlistarháskólann. Erla Björg hefur komið fram á ýmsum tónleikum bæði hérlendis og erlendis m.a í Austurríki, Sviss, Þýskalandi, Slóveníu, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Erla Björg hefur tvisvar tekið þátt í Opernwerkstatt Lofer í Austurríki, þá tók hún þátt í verðlaunasýningu á listahátíðinni Performa í New York og í An die Musik í Zürich í Sviss.

Erla Björg syngur reglulega ásamt Óp-hópnum og hefur þar sungið hlutverk Systur Angelicu í samnefndri óperu eftir Puccini, tekið þátt í sýningu um Maríu Callas, sungið í sýningunni Verdi og aftur Verdi sem hlaut mikið lof og hlutverk Grétu í óperunni “Hans og Gréta” eftir Humperdinck í Salnum í Kópavogi. Erla Björg söng sitt fyrsta hlutverk hjá Íslensku óperunni sem Tebaldo í Don Carlo á síðasta ári. Erla Björg hefur sótt ýmis námskeið m.a hjá Mariu Teresu Uribe, David Jones, Julie Kaufmann, Janet Williams, Donald Kaasch og Barböru Bonney og sótt einkatíma hjá Kristjáni Jóhannsyni og Sigríði Ellu Magnúsdóttur.

Af vef Íslensku óperunnar (14. mars 2016)

Staðir

Kennaraháskóli Íslands Háskólanemi -
Tónlistarskóli Garðabæjar Tónlistarnemandi -2003
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -2010

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, söngkennari, söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.03.2016