Kartrín Sigurðardóttir 01.09.1957-

Katrín lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978 en Þuríður Pálsdóttir var aðalkennari hennar í Söngskólanum í Reykjavík og þaðan lauk hún söngkennaraprófi LRSM. Hún stundaði síðan framhaldsnám í Svíþjóð hjá Karin Langebo, í Washington hjá Judith Bauden og í Verona á Ítalíu.

Að loknu framhaldsnámi starfaði Katrín um árabil sem píanóleikari og söngkennari við Söngskólann í Reykjavík.

Katrín hefur sungið ýmis óperuhlutverk í uppfærslum hjá Íslensku óperunni og í Þjóðleikhúsinu. Má þar nefna Moniku í Miðlinum, Oscar í Grímudansleik og Frasquitu í Carmen. Auk þess að halda sjálfstæða tónleika hefur hún sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum kórum, hér heima og erlendis. Einnig hefur hún komið fram í útvarpi og sjónvarpi sem söngvari og píanóleikari.

Úr Fjölskylda og frændgarður. Morgunblaðið. 1. september 2017, bls. 76-77

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1978
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Söngskólinn í Reykjavík Söngkennari -
Söngskólinn í Reykjavík Píanóleikari -

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari, söngkennari, söngkona, tónlistarnemandi og tónmenntakennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.09.2017