Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir 01.04.1991-

<p>Hrafnhildur Marta hóf sellónám við Tónlistarskólann á Akureyri ung að árum. Að loknu framhaldsprófi lærði hún hjá Sigurgeiri Agnarssyni og Gunnari Kvaran við Listaháskóla Íslands og Morten Zeuthen við Konunglega konservatoríið í Kaupmannahöfn. Frá 2014 hefur Hrafnhildur stundað nám við Jacobs School of Music, Indiana University undir handleiðslu Brandons Vamos, sellóleikara Pacifica-strengjakvartettsins. Hún hefur sótt einkatíma og meistaranámskeið hjá Johannes Moser, Amir Eldan, Marcy Rosen, Alison Wells, Emile Naoumoff, Kurt Muroki o.fl.</p> <p>Hrafnhildur hefur komið víða fram á tónlistarhátíðum innanlands og utan, leikið með Cleveland-sinfóníuhljómsveitinni og tekið upp fyrir Naxos-útgáfufyrirtækið undir stjórn Arthurs Fagen. Hún er handhafi Premier Young Artist Award og Marcie Tichenor-skólastyrksins. Hrafnhildur er ekki ókunnug Eldborg, en hún leiddi sellódeild Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands áður en hún hélt erlendis til náms. Hún leikur á Garavaglia-selló frá árinu 2011. </p> <p align="right">Af vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands 6. apríl 2021.</p>

Staðir

Listaháskóli Íslands Háskólanemi -
Konunglegi tónlistarháskólinn í Kaupmannahöfn Háskólanemi -
Indiana háskóli Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Sellóleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi og sellóleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.04.2021