María Markan 25.06.1905-16.05.1995

<p>María var fædd í Ólafsvík 25. júní 1905. Hún æfði píanóleik frá 8 ára aldri, var tvo vetur í Kvennaskólanum í Reykjavík og stundaði söngnám í Berlín í Þýskalandi frá 1927. María lærði bæði fyrir konsert og óperu og tók óperupróf við Buhnen Nachweis í Beriín 1935.</p> <p>Maria var konsert- og óperusöngkona og starfaði í Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi, Hamborg, Berlín og Reykjavík 1935-39, í London, Glyndebourne (Englandi), Kaupmannahöfh og Ástraíu 1939-40, í Vancouver og Winnipeg í Kanada 1940-41 og í Metropolitan óperunni í New York 1941-42. Vegna breyttra persónulegra kringumstæðna framlengdi hún ekki samning sinn þar 1943 en starfaði þá í listgreinum sínum fyrir Rauða krossinn og líknarfélög, einnig fyrir Metropolitan Opera Guild, en hélt þá einnig áfram námi í sönghst með leiðsögn tónskáldsins Pietro Cimara. María fluttist heim tíl Íslands og settist að í Keflavík þar sem hún stundaði einkakennslu og þjálfun Karla- og Kirkjukórs Keflavíkur. Hún var búsett í Reykjavík frá 1962 og rak þar Raddþjálfunar- og óperusöngskóla. María hélt hér konserta 1949 við mikla aðsókn og söng í íslenska útvarpinu. Útvarpsráð lét og gera hljómplötur með tíu íslenskum sönglögum til sölu erlendis.</p> <p>María var sæmd riddarakrossi 1939 og stórriddarakrossi 1. janúar 1980. Hún var heiðursfélagi i Félagi íslenskra tónlistarmanna, Félagi íslenskra einsöngvara, Young Icelandic League of Winnipeg, Imperial Order of the Daughters of the Empire í Winnipeg og í Icelandic- Canadian Club of Winnipeg. María var skipuð af Alþingi í heiðurslaunaflokk listamanna og er fyrsti söngvari og fyrsta kona sem þann heiður hlaut.</p> <p>María giftist 1.janúar 1951 George Östlund, f. 25. desember 1901, d. 30. desember 1961. Foreldrar hans: Davíð Östlund, trúboði og prentsmiðjustjóri í Reykjavík og síðar í Vesturheimi, og kona hans, Inger Östiund (fædd Nielsen).</p> <p>Sonur Maríu og George: Pétur Östlund, dæddur í desember 1943, tónlistarmaður í Svíþjóð.</p> <p>Systkini Maríu: Helga, látin, húsmóðir í Reykjavík, Helga átti einn son; Markús, látinn kaupmaður og heildsali í Reykjavík, Markús átti tvo syni; Sigríður, látin, húsmóðir í Kaupmannahöfn, Sigríður átti fimm börn; Elísabet, látin, húsmóðir í Reykjavík, Elísabet átti þrjú börn; Sigurður, látinn, verksfjóri í Reykjavík, Sigurður átti tvo syni; Einar, látinn, söngvari og listamaður í Reykjavík, Einar átti eina dóttir. Hálfbróðir Maríu, samfeðra, Einar Markús, látinn, skipherra, Einar Markús átti tvo syni.</p> <p>Foreldrar Maríu: Einar Markússon, f. 1864, d. 1951, útgerðarmaður og kaupmaður í Ólafsvík og síðar aðalbókari ríkisins, og kona hans, Kristín Árnadóttir, f. 1864, d. 1930, húsfreyja.</p> <p align="right">Úr Andlátsfregn í Dagblaðið Vísir - DV 31. maí 1995, bls. 42.</p> <p>Tónlistarsafn Íslands í Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni varðveitir talsvert efni tengt Maríu, ljósmyndir, sendibréf, úrklippur svo dæmi séu tekin.</p> <p align="right">Jón Hrólfur - 15. febrúar 2019</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkennari , söngkona og tónlistarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.02.2019