Guðlaugur Heiðar Jörundsson 12.08.1936-

Guðlaugur fæddist á Hellu við Steingrímsfjörð, sonur Jörundar Gestssonar, völundar og skálds, og Elínar Lárusdóttur. Hann nam í Tónlistarskóla Ísafjarðar á orgel og varð síðar organisti víða á Ströndum. Jafnframt lauk hann söngkennaraprófi við KÍ, námi við söngmálaskóla Þjóðkirkjunnar, stundaði söngnám og gegndi skólastjórn í tónlistarskóla. Hann samdi mörg fögur lög, meðal annars við ljóð Jörundar föður síns.

Mörg laga hans voru leikin sem síðasta lag fyrir fréttir Ríkisútvarpsins. Guðlaugur lék á mörg hljóðfæri auk orgels, harmonikku, píanó, hljómborð og gítar.

Guðlaugur Jörundsson var hvað þekktastur fyrir módelsmíði sína, margra helstu nýbygginga á Íslandi síðustu áratugi, en hann þótti einstaklega vandvirkur og snjall módelsmiður og þjónaði m.a. arkitektum og skipulagsyfirvöldum. Hann vann um skeið á Modelvinnustofu Reykjavíkurborgar en stofnaði síðan eigin vinnustofu. Meðal módelverkefna hans má nefna Perluna, Ráðherrabústaðinn, Þvottalaugarnar í Laugardal, Laufás í Vestmannaeyjum, Þjóðarbókhlöðuna, Borgarleikhúsið, Menningarstöð Kópavogs, Nesjavallavirkjun, Sundlaugina í Árbæ, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Lóð Háskóla Íslands.

Andlátsfregn í Morgunblaðinu 17. mars 2015, bls. 14.

Sjá einnig Kennaratal á Íslandi, 1. bindi bls. 177.

Staðir

Staðarkirkja í Staðardal, Steingrímsfirði Organisti 1955-1956
Tónlistarskóli Ísafjarðar Tónlistarnemandi -
Kennaraháskóli Íslands Háskólanemi -
Tónskóli Þjóðkirkjunnar Tónlistarnemandi -

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2015