Ólafur Þorláksson 1693 um-25.06.1756

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1715, vígðist 29. ágúst 1717 að Eyjadalsá, fékk Munkaþverá 14. ágúst 1734 og í apríl eða maí 1743 fékk hann Mývatnsþing en varð að láta af störfum sakir heilsubrests 1752. Harbó taldi hann fáfróðan.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 90-91.

Staðir

Eyjadalsárkirkja Prestur 29.08.1717-1734
Munkaþverárkirkja Prestur 14.08.1734-1743
Skútustaðakirkja Prestur 1743-1752

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.08.2017