Snjólaug Anna Sigurðsson (Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir, Snjolaug Sigurdson) 05.11.1914-1979

<p>Snjólaug Anna fæddist í Árborg, Manitoba. Faðir hennar var Sigurjón Sigurðsson (28.05.1878-18.09.1945) kaupmaður í Árborg og síðar í Winnipeg. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurbjörnsson kaupmaður og póstmeistari í Árnesi, Manitoba og kona hans Snjólaug Jóhannesdóttir frá Kleif. Móðir Snjólaugar Önnu var Jóna Guðríður Jónsdóttir Vopni (f. 04.12.1878) dóttir Jóns timburmanns Jónssonar á Ljótsstöðum í Vopnafirði og konu hans Arnþrúðar Vigfúsdóttur.</p> <p>Snjólaug Anna lauk miðskólanámi í Winnipeg og stundaði sérnám í söngfræði í Winnipeg og New York. Hún lauk eftirtöldum prófum: L.L.M (Licentiate Music Manitoba), L.R.S.M. (Licentiate Royal School of Music, London, England), A.R.C.T. (Associate Royal Conservatory, Toronto).</p> <p>Snjólaug Anna var í mörg ár tónlistarkennari í New York og síðar í Winnipeg. Þar var hún organisti og söngstjóri Fyrstu lúthersku kirkjunnar í Winnipeg 1935-1945 auk þess sem hún var virk í hljómlistar- og söngfélögum ýmsum. Hún var fjallkona Íslendingafélagsins í Gimli 1955.</p> <p>Snjónlaug Anna var þekkt sem píanóleikari og lék einleik á píanó fyrir kanadíska útvarpið (Canadian Broadcasting Corporation) við ýmis tækifæri. Hún aðstoðaði gjarnan íslenska tónlistarmenn sem heimsóttur Vestur-Íslendingar; má þar nefna Eggert Stefánsson, Maríu Markan og Guðrúnu Á Símonar.</p> <p>Þessu til viðbótar nefna störf hennar sem prófdómari í söng og píanóleik við Manitobaháskóla auk þess sem hún sat í fjölda nefnda fagnefnda við skólann.</p> <p>Snjónlaug Anna giftist ekki en bjó um ævina í Árborg, Manitoba, í New York og síðast í Winnipeg.</p> <p align="right">Heimild: Vestur-íslenskar æviskrár (1961). 1. bindi, bls. 303-304.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.06.2017