Jón Sigurðsson (Jón horn) 31.08.1914-17.02.2011

Jón lék á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar 9. mars 1950, en hann hafði þá þegar leikið með Hljómsveit Reykjavíkur um árabil, fyrst á trompet og síðar á franskt horn. Jón var í hlutastarfi hornleikara hjá Sinfóníuhljómsveitinni til ársins 1964, þegar hann var fastráðinn. Samtals lék Jón á horn í hljómsveitinni í 32 ár eða allt til ársins 1982, þegar hann tók við starfi umsjónarmanns með nótum.

Eftir hálfrar aldar starf hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands settist Jón loks í helgan stein árið 2000, þá 86 ára gamall. Hann gekk ávallt undir nafninu Jón horn hjá samstarfsfólki, til aðgreiningar frá nöfnum sínum trompet og bassa. Öllum sem störfuðu með Jóni ber saman um að hann hafi verið með eindæmum ljúfur og raungóður samstarfsmaður. Störfum sínum, bæði sem hornleikari og síðar sem umsjónarmaður, sinnti hann af einstakri alúð. Jón var mikill sögumaður og minnugur og þekkti sögu Sinfóníuhljómsveitarinnar betur en flestir.

Minningar. Morgunblaðið. 10. mars 2011.


Hornleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.04.2014