Árni Jónsson 1570-1652

<p>Prestur. Vígðist 15. maí 1597 að Mývatnsþingum og bjó að Arnarvatni. Missti hempuna um 1612 fyrir hórdómsbrot en fékk uppreisn og líklega Mývatnsþing aftur. Fékk Húsavík um 1624 en missti hempuna aftur fyrir sönu sakir 1625. Var skipaður prestur á Þönglabakka 14. nóvember 1630. Hætti prestskap 1649. Góður kennimaður, skáld og atorkumaður, ódeigur til átaka og ekki sjóhræddur. Þjónaði Þönglabakka með prýði þar til hann hætti sakir elli.</p>

Staðir

Skútustaðakirkja Prestur 1597-1612
Húsavíkurkirkja Prestur 1624-1625
Þönglabakkakirkja Prestur 14.10.1630-1649
Skútustaðakirkja Prestur 17.öld-1630

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.09.2017