Jón Jónsson (brauðlausi, prestslausi, grái eða hinn vífni) -1744

Prestur fæddur um 1656. Varð prestur að Hvanneyri líklega frá 1682, fékk Undirfell 1685, Tjörn á Vatnsnesi 1690. Missti prestskap 1708 vegna hórdómsbrots, fékk uppreisan 1710, fékk Nes 1714 en fór þaðan 1719, fékk Vesturhópshóla 22. ágúst 1720 en flosnaði upp og var látinn þjóna Garpsdal haustið 1729, fékk prestakallið 24. júlí 1730 en sagði af sér vegna sjón- og heilsuleysis og flæktist milli sveita. Var talinn vel gefinn en óhlutvandur og siðlítill í orðum en þó hagmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 176.

Staðir

Hvanneyrarkirkja Prestur 1682-1685
Undirfellskirkja Prestur 1685-1690
Tjarnarkirkja Prestur 1690-1708
Ingjaldshólskirkja Prestur 1714-1719
Vesturhópshólakirkja Prestur 22.08.1720-1725
Garpsdalskirkja Prestur 1729-1730

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.10.2017