Halldór Jónsson 08.05.1775-16.06.1858

<p>Stúdent frá Reykjavíkurskóla eldra 1796 með góðum vitnisburði. Þjónaði Stóra-Dal frá 25. maí 1806 sem aðstoðarprestur föður síns í Holti en Stóri-Dalur var lagður tímabundið undir Holt. Gegndi Holtsprestakalli eftir föður síns til 1814 og fékk aftur Stóra-Dal 13. september 1813 er það var aftur skilið frá Hoti. Fékk Mosfell í Grímsnesi 27. desember 1817 og kom þar vorið eftir og hélt til dauðadags. Góður búmaður, vel gefinn hófsmaður en ekki var mikið látið af kennimannshæfileikum hans.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ II bindi, bls. 261-2. </p>

Staðir

Stóra-Dalskirkja Aukaprestur 25.05.1806-1813
Stóra-Dalskirkja Prestur 13.09.1813-1817
Mosfellskirkja Prestur 27.12.1817-1858

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.01.2014