Þorgeir J. Andrésson (Þorgeir Jónas Andrésson) 05.01.1947-

<p>Þorgeir J. Andrésson tenór stundaði nám í Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Garðars Cortes, Guðrúnar A. Kristinsdóttur o.fl. Hann naut einnig tilsagnar hjá óperusöngkonunni Liliana Aabye í Hamborg og sótti námskeið í ljóðatúlkun hjá dr. Erik Werba bæði hérlendis og erlendis. Hann var ráðinn söngvari hjá ríkisóperunni í Hamborg 1986 og við Wagnerhátíðina í Bayreuth 1987.</p> <p>Þorgeir hefur haldið einsöngstónleika og sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur einnig sungið fyrir útvarp og sjónvarp og sungið á óperusviði í Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og í óperuhúsunum í Gautaborg, Hamborg og Bayreuth. Hann hefur sungið einsöng með fjölda íslenskra kóra og má þar meðal annars nefna Kór Íslensku óperunnar, Fóstbræður, Söngsveitina Fílharmóníu, Karlakórinn Stefni, Karlakór Akureyrar, Karlakórinn Þresti, Mótettukór Hallgrímskirkju, Kvennakór Reykjavíkur, Landsvirkjunarkórinn, Samkór Kópavogs, Skagfirsku söngsveitina, Árnesingakórinn, Kór Langholtskirkju, Dómkórinn, Háskólakórinn, Vox Academica og Söngsveit Hafnarfjarðar. Hann hefur sungið inn á fjölda geisladiska, m.a. sem einsöngvari með ýmsum kórum.</p> <p> Þorgeir hefur sungið einsöng í fjölmörgum oratorium, messum og kantötum, m.a. hlutverk Úríels í Sköpuninni eftir J. Haydn, einsöngshlutverkið í Alþingishátíðarkantötu Páls Ísólfssonar og tenórhlutverkin í Nelson messu eftir J. Haydn, Cantata Misericordium eftir B. Britten, G-dúr messu eftir F. Schubert, Kreolamessu eftir A. Ramirez auk tenórhlutverka í ýmsum kantötum eftir J. S. Bach. Meðal hlutverka hans á sviði eru Svanurinn í Carmina Burana, Borsa í Rigoletto, Tamino í Töfraflautunni, Cassio í Otello, Rudolfo í La Boheme, Gastone í La Traviata, Edwin í Sardasfurstynjunni, Nornin í Hans og Grétu, Camille í Kátu ekkjunni, Keisarinn í Turandot, hlutverk Loka í Niflungahring R. Wagners, hlutverk Alfreðs í Leðurblökunni og Galdra Loftur í samnefndri óperu eftir Jón Ásgeirsson.</p> <p align="right">Vefur Íslensku óperunnar 2013.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari og verkfræðingur
Ekki skráð
Ekki skráð

Guðni Sig. Óskarsson uppfærði 5.01.2018