Kristjana Stefánsdóttir 25.05.1968-

<p>Kristjana Stefánsdóttir er fædd á Selfossi 1968. Hún lauk 8. stigi frá Söng- skólanum í Reykjavík vorið 1996 og nam einnig jazzhljómfræði í Tónlistarskóla FÍH. Sama haust hóf hún nám við jazzdeild Listaháskóla Amsterdam og var þar næstu tvö árin. Haustið 1999 fékk hún inngöngu í Konunglega tónlistar- háskólann í Den Haag í Hollandi og lauk þaðan BM gráðu með láði í jazzsöng og kennslu á vorið 2000. Aðalkennari hennar var bandaríska jazzsöngkonan Rachel Gold.</p> <p>Kristjana hefur víða komið fram sem jazzsöngkona, á Íslandi, í Hollandi, Englandi, Þýskalandi og Finnlandi. Hún hlaut listamannalaun frá íslenska ríkinu í febrúar 2001 til þess að gera sína fyrstu sólógeislaplötu, Kristjana, sem var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem jazzplata ársins 2001.</p> <p align="right">Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar – tónleikaskrá 30. júlí 2002.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.11.2013