Guðmundur Bjarnason 18.10.1794-31.08.1839

Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1813 með ágætum vitnisburði. Hélt utan þar sem hann tók bæði lærdómspróf og guðfræðipróf auk þess að kenna árlangt við Nicolaikirkjuskóla í Kaupmannahöfn. Kom heim 1821 og, að beiðni föður sín, tók hann við aðstoðarpreststöðu í Görðum á Álftanesi 7. október 1821 og fékk síðan Kálfatjörn 1826 en afsalaði sér því og gegndi Reykjavíkurprestakalli frá vori 1826 til vors 1827 en þá hafði hann fengið Mela í Melasveit 20. desember 1826 og var þar til hann fékk Hóma 15. september 1827 og hélt til dauðadags. Var vel að sér, kenndi, var góður kennimaður, stilltur og vel látinn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 130-31.

Staðir

Hólmakirkja Prestur 1827-1839
Melakirkja Prestur 1827-1827
Garðakirkja Aukaprestur 07.10.1821-1826
Dómkirkjan Prestur 1826-1827

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.06.2015