Guðmundur Bjarnason 18.10.1794-31.08.1839

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1813 með ágætum vitnisburði. Hélt utan þar sem hann tók bæði lærdómspróf og guðfræðipróf auk þess að kenna árlangt við Nicolaikirkjuskóla í Kaupmannahöfn. Kom heim 1821 og, að beiðni föður sín, tók hann við aðstoðarpreststöðu í Görðum á Álftanesi 7. október 1821 og fékk síðan Kálfatjörn 1826 en afsalaði sér því og gegndi Reykjavíkurprestakalli frá vori 1826 til vors 1827 en þá hafði hann fengið Mela í Melasveit 20. desember 1826 og var þar til hann fékk Hóma 15. september 1827 og hélt til dauðadags. Var vel að sér, kenndi, var góður kennimaður, stilltur og vel látinn.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 130-31.</p>

Staðir

Hólmakirkja Prestur 1827-1839
Melakirkja Prestur 1827-1827
Garðakirkja Aukaprestur 07.10.1821-1826
Dómkirkjan Prestur 1826-1827

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.06.2015