Guðmundur Helgason 03.09.1853-01.06.1922

Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1874 og lauk prestaskóla 1876. Vígðist aðstoðarprestur að Hrafnagili varð að láta af því starfi 1878 vegna veikinda. Settur millibilsprestur í Odda 12. apríl 1880 og fékk Akureyri 3. maí 1881 og loks Reykholt 19. mars 1885. Fékk þar lausn frá prestskap 8. október 1907. Prófastur Borgfirðinga 1885 - 1896. Amtráðsmaður. Fluggáfaður og vel látinn. Hreppsnefndarmaður og sýslunefndarmaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 153-5

Heimild: Borgarfjarðarprófastsdæmi - Upplýsingavefur kirkjunnar í héraði, bls.

4.

Staðir

Hrafnagilskirkja Aukaprestur 30.08. 1876-1880
Oddakirkja Prestur 12.04. 1880-1881
Akureyrarkirkja Prestur 03.05. 1881-1885
Reykholtskirkja-gamla Prestur 19.03.1885-1907

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.08.2014