Skúli Gíslason 14.08.1825-02.12.1888

Hann andað­ist snögglega á Breiðabólsstað, er hann var nýkominn heim frá guðsþjónustugerð í Teigi 2. desember 1888. Hann var meðlimur amts­ráðsins fyrir suðuramtið frá 1878 til dauða­dags. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru prent­aðar margar sögur og æfintýri, er hann hafði safnað; einnig eru prentaðar nokkrar tækifær­isræður eftir hann.

Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910.

Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1849. Nam einnig við Hafnarháskóla. Fékk Stóra-Núp 5. febrúar 1856 og Breiðabólstað í Fljótshlíð 17. ágúst 1859. Prófastur í Rangárþingum frá 1880 til æviloka. Amtráðsmaður. Góður ræðumaður og hagmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 291.

Staðir

Stóra-Núpskirkja Prestur 05.02. 1856-1859
Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Prestur 17.08. 1859-1888

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.01.2014