Siguringi Eiríkur Hjörleifsson (Siguringi E. Hjörleifsson) 03.04.1902-23.07.1975

<p>Listaþörf er rik með manninum. Upplag til listtjáningar er almennari en margur hyggur. Uppeldi ræður, hvort það kemur í ljós, hvernig það þroskast og hversu mikils það má sin.</p> <p>Ævi Siguringa E. Hjörleifssonar er gott dæmi um þessa listþrá, að vlsu óvenjuleg vegna þess hve fegurðarleitin tróð marga stigu. Samræmi i tónum, litum og orðum var honum eftirsóknarvert, hvert með sinum hætti. Hann samdi sitt sönglag, málaði sína mynd og kvað sitt ljóð, allt af þeirri einlægni og hreinleik hugans, sem einkennir trúan þjón listarinnar. Þessi háleitu hugðarefni gáfu honum þrek til þess að halda fullri vöku sinni við dagleg störf barnakennara.</p> <p>Áhugi Siguringa á efnum tónlistar var óvenjumikill. Fullvaxinn maður sezt hann á skólabekk og nemur listrænt handverk tónfræðilegrar þjálfunar. Fullnuma i þeirri grein eftir hérlendum aðstæðum semur hann og gefur ut kennslubók i flókinni raddfærslulist fúgunnar og finnur jafnvel upp nýyrði, sem unnið hefur sér hefð sem afbragðs hugtak. Hann likir samþjöppun radda í innkomum við skörun ísjaka á stríðum straumi fljótsins...</p> <p align="right">Hallgrímur Helgason. Úr minningargrein í Íslendingaþáttum Tímans, 23. september 1975, bls. 7.</p> <p>Sjá ennig Kennaratal á Íslandi, II. bindi bls. 150.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 21.04.2016